Blog records: 2013 N/A Blog|Month_11

30.11.2013 18:37

Hreggviður GK 434

 

Hreggviður GK 434. smíðaár 1913 og er á byggðasafninu í Garðinum.

Guðmundur Guðmundsson 1879 - 1926 langafi minn í móðurætt frá Núpi í Haukadal fór oft á vertíð suður á Hvalsnes til Kjartans Helgasonar 1877 - 1954 frá Moshúsum.
Kjartan Helgason var bróðir Júlíusar Helgasonar sem var langafi minn í föðurætt.

Fyndið hvernig ættirnar tengdust löngu áður en mamma og pabbi heitinn hittu hvert annað.

 

21.11.2013 15:04

Sunnudags rúntur á Þingvöll.

Ég og Sigurður vinur minn skruppum á Norðurljósa rúnt síðasta Sunudsgskvöld. Ég keyrði úr Garðinum í snjókomu en það gjörsamlega hætti því við Vatnsleysuströndina.

Hittumst í Hafnarfirði og brunuðum af stað til Hveragerðis til að byrja með, þar var vel skýað yfir öllu svo við brunuðum að Selfossi til að skoða aðstæður. 

Eftir smá stopp ákváðum við að bruna yfir á Þingvöll, norðurljósa spáin var búin að spá ágætlega heiðskýru þar. Þegar við ókum frá Selfossi lentum við í all verulegra blindri snjókomu.

Þegar við nálguðumst Þingvöll var eins og hendi væri veifað og við keyrðum út úr snjókomunni :) Þá var ekkert annað en að finna góðan stað og stilltum upp myndavélunum.

Búið var að uppfæra norðurljósa spánna og hafði virknin sem átti að vera hrapað verulega. En blessuðu ljósin sem komu þessa nótt náðum við að fanga og héldum svo heim á leið mjög sáttir.

Já það var æðislegt veður þaðan og i Hafnarfjörðinn, En svo þegar ég kem að Voga afleggjaranum þá keyrí ég inn í þennan gríðarlega snjóstorm og hafði það af með herkjum að komast í gegnum Njarðvík og Keflavík.

Rétt náði að komast að Sparkaup þar sem vegurinn liggur svo í átt að Garði og sat þar fastur í hálftíma. Þá bar þar að góður gæi á jeppa og sagðist vera með spotta :)

Ekki var farið að ryðja götur þannig að ég sneri við og náði að fara til múttu sem nú býr í Njarðvík og henti mér í koju þar bara. :)

 

Hérna eru svo mínar myndir frá þessari æðislegu ferð.

 

Þarna er Fimman hans Sigga að safna í timelapse.

Ljósin að byrja.

Það er svo fallegt að hafa nýfallin snjó og tunglið til að lýsa upp forgrunnin í norðurljósamyndum,

Og ein til viðbótar frá Þingvalla vatni.

Næturmyndir eru fagrag þó svo það séu engin Norðurljós með.

11.11.2013 22:17

Norðurljós yfir Höfnum.

Fyrst byrjaði það rólega.

En svo allt í einu Boom.

Og þá tendraði vel í þeim.

Beint upp.

Örninn rúllandi.

Þá brunaði ég aðeins út á Reykjanes.

Brúin.

09.11.2013 13:59

Nokkrar myndir úr Leirunni þar síðustu helgi.

Stóri Hólmur og útihúsin.

Húsið.

Braggarnir.

Húsið aftur.

Hola 2 á golfvellinum
 

 Það eru svo fleiri myndir í Nóvember albúminu ef einhverjir vilja skoða.

07.11.2013 17:15

Nokkrar myndir frá Reykjanesi.

Sem ég tók um daginn.

Kallinn við sólina.

Sólin bakvið Reykjanes virkjun.

Ein lárétt.

Og ein lóðrétt.

Á leiðinni heim kom ég við í Kotvogi, en þá var orðið skýjað og virknin að deyja út. reyni aftur þarna seinna.

 

  • 1
Today's page views: 2282
Today's unique visitors: 28
Yesterday's page views: 52
Yesterday's unique visitors: 26
Total page views: 578154
Total unique visitors: 68810
Updated numbers: 18.2.2020 09:57:00


Um mig

Name:

Kjartan Guðmundur Júlíusson

Birthday:

13 Nóvember

Address:

Valbraut 8

Location:

Garður, Iceland

Father's name:

Júlíus Helgi Guðmundsson

Mother's name:

Sólveig Óskarsdóttir

Links