Hjá Magdalenu í gær. Fór í sína fyrstu ferð á hárgreiðslustofu og lét klippa sig. Var það Kolla hjá Hár og snyrtistofan Okkar sem hélt á skærunum að þessu sinni.
Svo fékk Magdalena að smakka pínupons af graut seinni partinn í gær. Henni smakkaðist grauturinn góður að mér finnst því hún vildi ekki hætta að borða. Skildi ekkert í því af hverju mamma og pabbi gæfu henni ekki meira. En það lagaðist fljótt þegar hún fékk mjólk að drekka.
Þann 6.Júlí síðastliðinn fengu Anna og Nonni myndarlegan dreng í heiminn. Frændi mældist 15 merkur og 50.5 cm. Og mega þau stolt vera.
Barn er blessun. Hvert nýfætt barn er fagnaðarefni, undur, kraftaverk og þessa tilfinningu fangar maður með sínum hætti.Börn eru svo brothætt, svo saklaus, vekja okkur til umhyggju og ástúðar. Þessi fallega hylling til fyrstu daganna og mánaðanna í lífi barnsins er yndileg gjöf handa nýjum foreldrum.