Blog records: 2007 N/A Blog|Month_4

23.04.2007 13:43

Smá innskot

þá er komið að innskoti frá sex vikna skoðun þó seint sé orðið. Eða síðan 13 apríl.
Þá var Magdalena komin í 4815 gr og 55.2 á lengdina.
Annars er allt fínt að frétta af okkur og sú litla braggast bara vel í góðri umsjá stóra bróðurs.Bless í bili.

17.04.2007 00:59

Gömul 8 mm Klippa.

Kæra Garðhúsafjölskylda. Ég er búinn að setja inn myndbandaklippu sem var sýnd á síðasta ættarmóti.
Ef þið viljið eignast þessa klippu frá gamla tímanum þá fariði í myndbönd og sækið það þar.
12.04.2007 15:36

WoodwardsÞvílíkt undra vatn get ekki sagt annað.Eftir að Magdalena byrjaði að fá magaþembu og fylltist af óþarfa gasi.Þá brölti ég inn í apótek og spurði hvort þeit ættu svona. Nei ekki til og vitum ekkert hvað þetta er var svarið (gat verið Ísland í dag ) Létu mig hafa Miniform dropa sem mér fannst ekki virka sem skildi.En leiðin lá til Bretlands í gegnum veraldarvefinn og þar fann ég jæja ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta netapótek en jújú geri það bara. Nánari upplýsingar www.auravita.com og það var pöntuð ein flaska.Kom cirka 3 dögum eftir pöntun. Þurfti auðvitað að heimila tollinum (gat verið ) að opna pakkann og finna reikning svo þeir gætu lagt toll á þessi heilu 3 pund sem gerði það að verkum að flaskan kostaði mig tæp 400 kr en tollur af því var 1025 kr semsagt 1425 kr í það heila en hvað með það. Ég er enginn nánös og borgaði tollin með gleði.
Það er soldið annað en eigendur Pegasus flugfélagsins sem varla tímdu að borga leigubíl undir eina áhöfn sem var að ferja eina flugvél frá USA til Tyrklands frá FLE niðrá Hotel Keflavík.
En nóg um það eftir að Magdalena fékk undravatnið þá rekur hún við eins og hafi aldrei gert neitt annað og sefur vært á næturnar.

11.04.2007 17:40

Skírn

Langt síðan síðast en fyrir þá sem ekki vita þá var sú stutta skírð á sunnudaginn var og fékk hún nafnið Magdalena María. Já og hún er núna í þessum skrifuðum orðum steinsofandi i leikstólnum sínum. svo ef hún rumskar eitthvað og hreyfir sig þá ruggast stóllinn til og þá hreinlega sofnar hún bara aftur.

Ætla að reyna að koma einhverjum myndum inn frá skírninni og veislunni.

Skjáumst seinna.


  • 1
Today's page views: 52
Today's unique visitors: 12
Yesterday's page views: 54
Yesterday's unique visitors: 20
Total page views: 579813
Total unique visitors: 69056
Updated numbers: 28.2.2020 07:31:55


Um mig

Name:

Kjartan Guðmundur Júlíusson

Birthday:

13 Nóvember

Address:

Valbraut 8

Location:

Garður, Iceland

Father's name:

Júlíus Helgi Guðmundsson

Mother's name:

Sólveig Óskarsdóttir

Links