Sveitarfélaginu Garði færð góð gjöf
Sunnudaginn
6. júlí færði Nesfiskur ehf Sveitarfélaginu Garði vélbátinn Hólmstein
GK 20 til eignar veðbandalausan við bryggju í Sandgerði. Með gjöfinni
er sögu vélbátaútgerðar í Garði minnst. Við þökkum kærlega fyrir þessa
góðu gjöf. Árið 1958 kom Hólmsteinn til Garðs frá Hafnarfirði.
Hólmsteinn er smíðaður á Íslandi og er óbreyttur frá fyrstu smíð.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt og hennar samstarfsfólk vinnur nú að nýju
skipulagi á Garðskaga. Í hugmyndum sem kynntar voru á íbúafundi 21.
maí s.l. er gert ráð fyrir tjaldstæði og smáhýsabyggð í kring um bát á
svæðinu sem afmarkast af flugvellinum gamla, sem merktur er inn á mynd
hér fyrir neðan, og malarveginum til Sangerðis. Á myndunum sem eru hér
fyrir neðan má sjá hvernig arkitektarnir settu fram hugmyndirnar. Ef
hugmyndirnar ná fram að ganga væri Hólmsteinn verðugur miðpunktur á
slíku svæði.

Held þetta sé með einu betri fréttum sem maður hefur lesið í langan tíma.