Blog records: 2007 N/A Blog|Month_2

27.02.2007 22:21

1 Dags GömulHér koma smá upplýsingar um stelpuna. Eins og flestir vita nú orðið þá fæddist hún í gærdag kl 13:21.
Þyngd var 2518 Gr og lengdin 49cm, Hún lét strax heyra í sér þegar hún var kominn í þennan heim.
Ég var búinn að búa mig undir það versta að litla greyið þyrfti að vera tengd við allskonar tól og tæki í einhverja daga eða vikur útaf hræðslu í sambandi við sónarskoðun í keflavík sem sagði að barnið væri 2000 gr.En sem betur fer getur tækninni skeikað líka til. Það gladdi mig mikið að heyra barnalæknirinn segja þegar hann sá skurðlækninn halda henni yfir tjaldið.  orðrétt "ég sé bara héðan að barnið er miklu stærra en áætlað var.  Hún var sett í hitakassa í nokkra tíma, ég skrapp á vökudeildina og sá hana þar og læknirinn kom og sagði við mig að við fengjum hana eftir cirka 3-4 tíma, hún væri svo hress og spræk að það leit út eins og hann trúði því varla.
Miðað við þegar Júlíus fæddist þá hef ég ekki séð svona margt fólk á einni skurðstofu. allskonar læknar og læknanemar.
Hildur Harðardóttir framkvæmdi skurðinn og það besta við þetta var að tvær af aðstoðar læknunum voru
báðar komnar vel á leið með sína maga búa. Þar bættust 2 við hópinn sem var fyrir.

En nóg í bili. sem sagt allt gengur vel svo eru komnar fleiri myndir inn á albúmið hennar.
Bless í bili

24.02.2007 23:18

Fréttir Dagsins

Það er búið að vera í nógu að snúast hjá mér síðan á fimmtudaginn var. fór með konuna í skoðun inná kvennadeild á lansanum. Samkvæmt beiðni Konna í Kef og eftir skoðum er mér sagt að ég færi bara einn heim.
ok Konni var eitthvað hræddur um að litla krílið sem er að vaxa enn þá inní konunni væri ekki að fá næga næringu  frá móðurinni.
en sem betur fer kom annað í ljós eftir skoðun og miklar úthugsanir þarna innfrá.
En með það sama er hún undir eftirliti og það síðasta sem ég veit er að það verður náð í barnið á mánudaginn.
hvort um morgun eða miðdegi er ég ekki viss um strax það verður bara að koma í ljós.
Ég eða við förum daglega inneftir og Júlíus er svo spenntur hann getur ekki beðið enda spyr hann daglega hvort barnið fæðist í dag.
Upprunalega á það að fæðast 11 Mars en það verður víst 26 Febrúar. 20.02.2007 09:48

Ekki ?Hvort maður fari á þessa tónleika, ég fór á tónleikana 2004 og það var sko ekki af þeim skafið.
þvilíkur kraftur sem er ennþá til staðar hjá þessari hljómsveit sem hefur alltaf verið ein af mínu uppáhalds grúppum.

DEEP PURPLE er ein af allra stærstu  rokksveitum sögunnar og ein þeirra sveita sem skópu það mót sem rokktónlist hefur sprottið úr síðastliðna þrjá áratugi. Tónlist Deep Purple þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni en tónlistararfleið þeirra inniheldur nokkur vinsælustu lög allra tíma og má þar nefna slagara á borð við  "Smoke on the Water", "Hush", "Highway Star" og "The Women from Tokyo" .

Deep Purple er í dag skipuð þeim Ian Gillan (söngur), Roger Glover (bassi), Ian Paice (trommur), Don Airey (hljómborð) og Steve Morse (gítar). Þrír fyrstnefndu eru upprunalegir meðlimir en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gítarleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player.

Þessi liðsskipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin fimm ár og hefur leikið við góðan orðstír. Þessi sveit gaf síðast út plötuna RAPTURE OF THE DEEP árið 2005 og fékk platan það góða dóma að sumir kölluðu hana eina bestu plötu sveitarinnar á 37 ára ferli. 
Ennfremur eru þeir að fá gríðarlega jákvæða dóma fyrir frammistöðu sína á tónleikum um þessar mundir og ljóst að þessi goðsagnakennda sveit er í fullu fjöri og rúmlega það.

Hljómsveitarmeðlimir eru miklir Íslandsvinir eins og alkunna er. Þeir spiluðu hér í fyrsta skipti  18. júní 1971 og troðfylltu þá Höllina. 
Þeir endurtóku leikinn 33 árum seinna, 23. og 24. júní árið 2004 og troðfylltu Höllina þá tvisvar. Þeir eiga Íslandsmet í miðasölu nú þegar með um 15.000 miða selda í heildina og munu með sinni þriðju heimsókn bæta um betur.

Góð byrjun á sumrinu.


18.02.2007 21:28

Besti Bondinn

Þetta er án efa besti James Bondinn sem uppi hefur verið hehe.Youtube er ágætis síða ef maður vill finna einhverjar video klippur. Liggur við að maður finni allt sem leitað er af.

Hérna getiði séð Bondinn. þá meina ég Dave Alllen í gervi bondsins

Annars sit ég hér á næturvaktinni í vinnuni og þá er nú ágætt að hafa eitthvað til þess að dunda sér við á rólega tímanum.Meðal annar Tv Links er síða sem hægt er að horfa á hina og þessa þætti.
Mæli með henni en ef það eru einhverjar fleiri sem þið vitið um endilega látið mig þá vita.

Þangað til seinna hafið það gott .Hvar svo sem þið eruð.


07.02.2007 17:08

Leitin mikla

Hefur staðið yfir í nokkra mánuði núna. Held samt að ég sé búinn að finna réttu dekkin fyrir malbikið.Fann þau á http://www.durotire.com svo er bara að ath fyrst hvort það sé einhver séns að finna svona innan lands áður en það verður skellt sér í að panta gripina. Setti myndir af þeim að ganni í eina möppuna ef menn hefðu áhuga að sjá þau.
  • 1
Today's page views: 2282
Today's unique visitors: 28
Yesterday's page views: 52
Yesterday's unique visitors: 26
Total page views: 578154
Total unique visitors: 68810
Updated numbers: 18.2.2020 09:57:00


Um mig

Name:

Kjartan Guðmundur Júlíusson

Birthday:

13 Nóvember

Address:

Valbraut 8

Location:

Garður, Iceland

Father's name:

Júlíus Helgi Guðmundsson

Mother's name:

Sólveig Óskarsdóttir

Links