Hringt í mig síðastliðinn fimmtudag þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Það er að segja seinnipart dagsins.Sá sem í símanum var kynnti sig og sagðist vera frá Motormax.
Já sæll. þú ert með hjól í pöntun hjá okkur sagði hann. Ég sagði svo vera.Ætlarðu nokkuð að hætta við ? Nei Dettur þér í hug að ég hætti við er búinn að bíða síðan 26 júní sl. Nei hélt ekki sagði BIrgir. og tjáði mér að þeir væru búnir að fá gám og væru að setja saman. Þannig að í næstu viku verður einhver spenntur.
En hvað er að frétta af Magdalenu. jú sú stutta er farin að sitja í hiphop stólnum eða hvað sem hann kallast .Og svo er hún farin að sitja og ýta sér afturábak í göngugrindinni sinni.
Borðar vel grautana sína og líður bara vel.
Þangað til næst.

